Wednesday, May 9, 2012

Búinn að vera í dvala

já það má sko með sanni segja að prjónaskapurinn sé búinn að vera í dvala, kláraði reyndar peysu á mig en vill ekki taka mynd af henni því að ég saumaði tölurnar svo hrikalega skakt á að peysan er ekki myndahæf he he.

en núna í gærkveldi fékk ég uppskrift af peysu þetta er smábarnapeysa og er ég að prjóna hana úr einföldum plötulopa, var dálítið stressuð með það fyrst hélt að hún yrði þunn og myndi slitna en þetta lítur allt vel út en þá.

mikið er gaman að prjóna svona smábarnapeysur, þetta alveg þýtur áfram og maður er hálfnaður með búkinn áður en maður veit af.

ég byrjaði á henni í gærkveldi og á myndini sést hvað ég afrekaði á rúmum klukkutíma.  síðan er ég búinn að sitja með hana núna í morgun og mér gengur voða vel með hana, ætla taka mynd aftur í kvöld og skelli þá inn hvað ég verð kominn langt með hana.

vonandi verður þetta til að ég tek prjónagleðina á ný.

kveðjur Gunna tunna

No comments:

Post a Comment