Saturday, January 14, 2012

afrakstur vikunar

já búinn að afreka ótrúlega mikið þessa vikuna, búkurinn á léttlopa peysuni er klár, svo er ég búinn að klára alla renningana í samprjón verkefninu, í gær og í dag skellti ég svo í tátiljur handa mér alveg súper bleikar og ætlaði svo að gera handa Hafdísi líka grænar er búinn með aðra hennar og mig grunar að þær verði of littlar á hana, en sjáum til, ætla að krlára seinni grænu á morgun og svo er það frágángur á töskuni og skónum og þá er hægt að fara í þæfingu.

markmiðið er að byrja á ermun á létt lopa peysuni á mánudaginn

Monday, January 9, 2012

Fiðrilda - draumur klár


þá er flotta sjalið mitt komið úr þvotti, vá það er enn stærra en ég hélt að það væri og mikið rosalega er ég ánægð með hvað litirnir koma flott út. Ég var svo viss um að ég yrði alveg allt árið að klára þetta allt brugðið til baka en það var svo gaman að prjóna það að það tók mig ekki nema um 14 daga að klára allt sjalið.

Eini staðurinn til að geta þurkað það og strekt það var rúmið hjá bóndanum og sjalið náði sko alveg yfir allt rúmið eins gott að bóndinn sé ekki heima .

fyrsta lengjan klár


jæja fyrsta lengjan klár í samprjóninu þetta verður svona tíglataska eins og ég hef kallað hana, mín verður frekar dull á litinn en það verður bara að hafa það :)


Sunday, January 8, 2012

Nýr dagur og ný verkefni

já en einu sinni er ég valla byrjuð á einu verkefni þegar ég byra á öðru, núna ætla ég að vera með í samprjóni prjónaklúbbs prjóna kellu, í Guðríðarkirkju, en ég reyndar kemst ekki á prjónahittingana svo að ég ætla bara vera með í fjarprjóni.

Þetta er þæfð taska sem er tilvalið í að nota afganga ég ætla reyndar að vera með hana svona í gráum og svörtum tónum en þessi uppskrift er samt tilvalin í afgangaprjón og skemmtileg gjöf,

Saturday, January 7, 2012

well well

Enn eitt handavinnubloggið en mig hefur lengið langað til að skrá niður það sem ég er eð gera handavinnulega séð, meira svona bara til að halda utan um það.

núna er 7 janúar og ég er strax búinn að ljúka einu verkefni á árinu, byrjaði reyndar á því daginn fyrir þorláksmessu en það er stórt sjal sem að heitir Fiðrilda - Draumur og ég prjónaði það á prjóna nr 4. byrjaði á 17 lykkjum en þegar því lauk þá var það 513 lykkjur.

prjónaði það úr drops delight garni sem ég fékk í bót.is. á reyndar eftir að þvo það og strekkja og þegar ég er búinn að því ætla ég að setja mynd af því hérna inn.

ég er strax byrjuð á næsta verkefni en það er rend létt lopa peysa, litirnir eru svartir, grár og hvítur. er reyndar ekki búinn að áhveða munstrið á henni enþá :)