Sunday, February 12, 2012

að klára verkefni

það er alveg ótrúlega skondið að alltaf þegar ég er við það að klára eitthvað verkefni þá fyllist ég kvíða yfir því að það sé ekki nógu vel gert eða passi ekki á viðkomandi.

hef voðalega lítið geta prjónað undanfarið einfaldlega vegna þess að ég er búinn að vera með mikla vefjagigtarverki og hver dagur búinn að vera dálítið áskorun að halda sér gangadi.

en það hafðist samt að klára létt lopa peysuna sem ég byrjaði á í janúar, er búinn að vera allt of lengi með hana og enþá lengar síðan að ég lofaði henni. og svo núna er ég viss um að ég hafi klúðrað kraganum svo að hún passi ekki,

En það verður þá bara að koma í ljós.
hún fer allavegana í þvott í kvöld og svo til saumakonunar í rennilásaísetningu.

Hérna kemur allavegana mynd af peysuni og munstrinu en af eimhverjum ástæðum snýr myndinn öfugt og ég kann ekki að laga það :)

Saturday, February 4, 2012

Nýtt djásn í hobbý hornið


ohh ég er svo lukkuleg í dag, ég er sko búinn að láta mig dreyma um flotta prjónatösku lengi, er búinn að hafa augastað á einni sem mér fannst flott en hafði ekki komið mér í að versla hana, lét alltaf allt annað ganga fyrir, en í dag lét ég slag standa fannst ég alveg eiga það skilið að gera eitthvað fyrir sjálfan mig til tilbreitingar, Skrapp í rokku í Fjarðarkaupum og verslaði líka þessa flottu tösku, hefði sko verið til í að fylla hana af lopa í leiðini en lét töskuna nægja í þetta skiptið.

Ætla sko að dunda mér við það í kvöld að raða í nýju töskuna því að hún er með svo flott skipurlagshól, fyrir svona skipurlagsfrík eins og mig he he.

annars er það að frétta að ég er langt kominn með að klára seinni ermina á léttlopa peysuni sem ég er að dunda mér við.

Friday, February 3, 2012




vó hef bara alveg gleymt að skella hérna inn því sem ég hef verið að gera, búinn að vera nokkuð dugleg, búinn með búkinn á létt lopa peysuni og 1 ermi er klár er langt kominn með hina ermina.

samprjón taskan heppnaðist mjög vel, var þó ekki alveg sátt við útkomiuna á rósini.



svo skellti ég í 2 tátiljur 1 bleikar fyrir frúnna og 1 grænar handa littlu skottuni minni, hennar komu alveg rosalega flott út, en ég þarf að þæfa mínar aftur, og núna er sonurinn búinn að óska eftir tátiljum líka þarf að skella í þær fljótlega.