Sunday, February 12, 2012

að klára verkefni

það er alveg ótrúlega skondið að alltaf þegar ég er við það að klára eitthvað verkefni þá fyllist ég kvíða yfir því að það sé ekki nógu vel gert eða passi ekki á viðkomandi.

hef voðalega lítið geta prjónað undanfarið einfaldlega vegna þess að ég er búinn að vera með mikla vefjagigtarverki og hver dagur búinn að vera dálítið áskorun að halda sér gangadi.

en það hafðist samt að klára létt lopa peysuna sem ég byrjaði á í janúar, er búinn að vera allt of lengi með hana og enþá lengar síðan að ég lofaði henni. og svo núna er ég viss um að ég hafi klúðrað kraganum svo að hún passi ekki,

En það verður þá bara að koma í ljós.
hún fer allavegana í þvott í kvöld og svo til saumakonunar í rennilásaísetningu.

Hérna kemur allavegana mynd af peysuni og munstrinu en af eimhverjum ástæðum snýr myndinn öfugt og ég kann ekki að laga það :)

2 comments:

  1. vá hvað ég skil þig vel.... ég er alltaf rosalega stressuð yfir að flíkin passi ekki.... hver setur svo rennilásin í fyrir þig? Ég er einmitt að fara að mana mig uppí að byrja að gera litlar prufur til að klippa og setja rennilás eða tölur í..... er mjög stressuð yfir því að fara að gera opnar peysur...

    ReplyDelete
    Replies
    1. það er nágrannakona mín hún rannveig sem að setur alla rennilása í fyrir mig. Hún er alveg ofboðslega klár í því.

      Delete