Saturday, February 4, 2012

Nýtt djásn í hobbý hornið


ohh ég er svo lukkuleg í dag, ég er sko búinn að láta mig dreyma um flotta prjónatösku lengi, er búinn að hafa augastað á einni sem mér fannst flott en hafði ekki komið mér í að versla hana, lét alltaf allt annað ganga fyrir, en í dag lét ég slag standa fannst ég alveg eiga það skilið að gera eitthvað fyrir sjálfan mig til tilbreitingar, Skrapp í rokku í Fjarðarkaupum og verslaði líka þessa flottu tösku, hefði sko verið til í að fylla hana af lopa í leiðini en lét töskuna nægja í þetta skiptið.

Ætla sko að dunda mér við það í kvöld að raða í nýju töskuna því að hún er með svo flott skipurlagshól, fyrir svona skipurlagsfrík eins og mig he he.

annars er það að frétta að ég er langt kominn með að klára seinni ermina á léttlopa peysuni sem ég er að dunda mér við.

No comments:

Post a Comment