Saturday, January 7, 2012

well well

Enn eitt handavinnubloggið en mig hefur lengið langað til að skrá niður það sem ég er eð gera handavinnulega séð, meira svona bara til að halda utan um það.

núna er 7 janúar og ég er strax búinn að ljúka einu verkefni á árinu, byrjaði reyndar á því daginn fyrir þorláksmessu en það er stórt sjal sem að heitir Fiðrilda - Draumur og ég prjónaði það á prjóna nr 4. byrjaði á 17 lykkjum en þegar því lauk þá var það 513 lykkjur.

prjónaði það úr drops delight garni sem ég fékk í bót.is. á reyndar eftir að þvo það og strekkja og þegar ég er búinn að því ætla ég að setja mynd af því hérna inn.

ég er strax byrjuð á næsta verkefni en það er rend létt lopa peysa, litirnir eru svartir, grár og hvítur. er reyndar ekki búinn að áhveða munstrið á henni enþá :)

No comments:

Post a Comment