Monday, January 9, 2012

Fiðrilda - draumur klár


þá er flotta sjalið mitt komið úr þvotti, vá það er enn stærra en ég hélt að það væri og mikið rosalega er ég ánægð með hvað litirnir koma flott út. Ég var svo viss um að ég yrði alveg allt árið að klára þetta allt brugðið til baka en það var svo gaman að prjóna það að það tók mig ekki nema um 14 daga að klára allt sjalið.

Eini staðurinn til að geta þurkað það og strekt það var rúmið hjá bóndanum og sjalið náði sko alveg yfir allt rúmið eins gott að bóndinn sé ekki heima .

No comments:

Post a Comment